Fréttir

Liðsskipan í fyrstu umferð Ryder bikarsins
Sergio Garcia leikur með landa sínum Jon Rahm í fjórmenningnum á morgun.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 23. september 2021 kl. 22:13

Liðsskipan í fyrstu umferð Ryder bikarsins

Padraig Harrington og Steve Stricker hafa tilkynnt liðsskipan sína fyrir fjórmenninginn á morgun. Fyrsta höggið verður slegið klukkan 12.05 að íslenskum tíma.

Spánverjarnir Sergio Garcia og Jon Rahm mæta Justin Thomas og Jordan Spieth í fyrsta leik.

Næstir á eftir þeim eru Paul Casey og Viktor Hovland gegn Collin Morikawa og Dustin Johnson.

Í þriðja leik dagsins mæta Lee Westwood og Matthew Fitzpatrick, Daniel Berger og Brooks Koepka og í lokaleik fjórmenningsins mæta Rory McIlroy og Ian Poulter þeim Patrick Cantley og Xander Schauffele.