Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

LPGA: Korda fagnaði sigri eftir miklar sviptingar
Jessica Korda.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 24. janúar 2021 kl. 22:29

LPGA: Korda fagnaði sigri eftir miklar sviptingar

Mikil spenna var á lokadegi Diamond Resorts Tournament of Champions mótinu sem kláraðist nú fyrir skömmu. Bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit en þær Jessica Korda og Danielle Kang börðust um sigurinn. Svo fór að lokaum að Korda hafði betur á fyrstu holu bráðabanans.

Kang var búin að vera með forystu frá fyrsta degi og var forystu hennar tvö högg í byrjun dags. Eftir 12 holur á lokahringnum var forysta hennar orðin þrjú högg. Korda var þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og fékk fjóra fugla á næstu fimm holum. Á meðan fékk Kang tvo fugla og einn skolla, sem var jafnframt fyrsti og eini skollinn hjá henni í mótinu.

Þær fengu báðar par á 18. holunni og enduðu því báðar á 24 höggum undir pari. 18. holan var leikin í bráðabananum og setti þar Korda langt pútt niður fyrir fugli á meðan Kang missti sitt pútt. Korda fagnaði því sínum sjötta sigri á LPGA mótaröðinni.

Þetta var fyrsta mót tímabilsins á LPGA mótaröðinni. Lokastöðuna má sjá hérna.