Fréttir

LPGA: Korda leiðir í Flórída
Jessica Korda. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 23. janúar 2020 kl. 23:09

LPGA: Korda leiðir í Flórída

Hin bandaríska Jessica Korda er í forystu eftir fyrsta daginn á Gainbridge LPGA at Boca Rio mótinu sem hófst í dag á LPGA mótaröðinni. Um er að ræða annað mótið á tímabilinu en Gaby Lopez sigraði á fyrsta mótinu sem fór fram um síðustu helgi.

Korda lék fyrsta hringinn á 6 höggum undir pari og er tveimur höggum á undan þremur kylfingum. Korda fékk alls 8 fugla og 2 skolla á hringnum í dag en hún hóf leik á 10. teig og kláraði því hrinignn á tveimur fuglum í röð.


Skorkort Korda á fyrsta hringnum.

Sei Young Kim, Yui Kawamoto og Patty Tavatanakit eru jafnar í öðru sæti á 4 höggum undir pari. Flestir kylfingar náðu að klára fyrsta hringinn í dag en eftir mikla rigningu var ákveðið að fresta fyrsta hringnum til morguns og því klára síðustu kylfingar hringinn á morgun, föstudag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu kylfinga:

1. Jessica Korda -6
2. Sei Young Kim -4
2. Yui Kawamoto -4
2. Patty Tavatanakit -4
5. Lindsey Weaver -3
5. Carlota Ciganda -3
5. Xiyu Lin -3