LPGA: Korda skaust á toppinn | Henderson langt frá sínu besta
Þriðji hringur Buick LPGA Shanghai mótsins var leikinn í nótt. Það er bandaríski kylfingurinn Jessica Korda sem er í forystu eftir frábæran hring upp á 66 högg.
Korda var fyrir daginn tveimur höggum á eftir Brooke M. Henderson á níu höggum undir pari. Henderson náði sér aftur aftur á móti alls ekki á strik í nótt og kom í hús á 73 höggum, eða höggi yfir pari. Á meðan lék Korda frábært golf þar sem hún fékk átta fugla, tvo skolla og restina pör. Hún er því samtals á 15 höggum undir pari á meðan Henderson er á 10 höggum undir pari í þriðja sæti.
Danielle Kang er ein í öðru sæti, höggi á eftir Korda. Hún lék á 66 höggum og er samtals á 14 höggum undir pari fyrir lokdaginn. Kang fékk tvo skolla, sex fugla og einn örn á hringnum í nótt.