Fréttir

LPGA: Larsen með eins höggs forystu
Nicole Broch Larsen.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 24. ágúst 2019 kl. 09:06

LPGA: Larsen með eins höggs forystu

Annar dagur CP Women's Open mótsins fór fram í gær og er það hin danska, Nicole Broch Larsen, sem er í forystu eftir daginn. Hún er einu höggi á undan efstu konu heimslistans, Jin-Young Ko.

Larsen er búin að leika báða hringi mótsins á 66 höggum, eða sex höggum undir pari. Í gær fékk hún átta fugla á hringnum og tapaði tveimur höggum. Hún er því samtals á 12 höggum undir pari.

Ko lék fyrsta hringinn á 66 höggum og fylgdi því eftir með hring upp á 67 högg í gær. Hún tapaði ekki höggi á hringnum heldur fékk fimm fugla og restina pör. 

Þrjár konur eru jafnar í þriðja sæti á níu höggum undir pari, þar á meðal er Brooke M. Henderson sem sigraði á mótinu í fyrra.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.