Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

LPGA: Thompson fagnaði sigri eftir spennandi lokadag
Lexi Thompson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 9. júní 2019 kl. 22:25

LPGA: Thompson fagnaði sigri eftir spennandi lokadag

Mikil spenna var á lokadegi Shoprite LPGA Classic mótinu sem kláraðist fyrr í kvöld. Það var að lokum Lexi Thompson sem fagnaði sigri eftir mikla baráttu við Jeongeun Lee6.

Fyrir daginn var Lee6 með tveggja högga forystu á Thompson og var hún í forystu lengst af á lokadeginum. Eftir 12 holur var Lee6 enn með tveggja högga forystu en þá komu þrír skollar í röð hjá Lee6 á meðan Thompson fékk tvö pör og skolla. Þær voru því jafnar þegar þrjár holur voru eftir.

Þær fengu báðar fugl á 16. holunni og báðar par á þeirra 17. Úrslitin réðust svo á 18. holunni þegar Thompson fékk örn á meðal Lee6 fékk aðeins fugl. Thompson lék lokahringinn á 67 höggum og endaði mótið á samtals 12 höggum undir pari. Lee6 lék á 70 höggum í dag og endaði mótið á 11 höggum undir pari.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.