Fréttir

Matsuyama kominn upp í 14. sæti heimslistans
Hideki Matsuyama.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 12. apríl 2021 kl. 09:15

Matsuyama kominn upp í 14. sæti heimslistans

Japaninn Hideki Matsuyama er kominn upp í 14. sæti á uppfærðum heimslista karla í golfi eftir mót helgarinnar, Masters mótið.

Matsuyama kom, sá og sigraði á mótinu þegar hann spilaði hringina þrjá samtals á 10 höggum undir pari og varð að lokum höggi á undan Will Zalatoris sem varð annar.

Matsuyama var í 25. sæti fyrir helgina en hans besta staða á listanum frá upphafi er 2. sæti sem hann náði árið 2017.

Þrátt fyrir að hafa ekki náð í gegnum niðurskurðinn er Dustin Johnson sem fyrr í efsta sæti heimslistans og með þægilegt forskot á Justin Thomas sem er annar. Jon Rahm styrkti stöðu sína í 3. sæti þegar hann endaði í 5. sæti á Masters.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista karla í golfi.

Staða efstu manna:

1. Dustin Johnson
2. Justin Thomas
3. Jon Rahm
4. Collin Morikawa
5. Xander Schauffele
6. Bryson DeChambeau
7. Patrick Reed
8. Tyrrell Hatton
9. Webb Simpson
10. Patrick Cantlay
11. Brooks Koepka
12. Tony Finau
13. Rory McIlroy
14. Hideki Matsuyama
15. Viktor Hovland
16. Daniel Berger
17. Matt Fitzpatrick
18. Billy Horschel
19. Paul Casey
20. Sungjae Im