Golfbúðin #Hamar
Golfbúðin #Hamar

Fréttir

Matt Jones efstur fyrir lokahringinn á Australian Open
Matt Jones.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 7. desember 2019 kl. 23:46

Matt Jones efstur fyrir lokahringinn á Australian Open

Lokadagur Emirates Australian Open mótsins hófst nú fyrir skömmu en mótið er eitt af stærri sem leikið er í Ástralíu. Nokkrir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda, þar á meðal Paul Casey, March Leishman, Sergio Garcia og Louis Oosthuizen.

Fyrir lokadaginner heimamaðurinn Matt Jones í forystu á samtals 13 höggum undir pari. Hann er búinn að leika hringina þrjá á 67-65-68 höggum. Hann er þremur höggum á undan Cameron Tringale en þeir hefja leik eftir rúmlega klukkutíma.

Casey og Oosthuizen eru jafnir í þriðja sæti á níu höggum undir pari ásamt japanska áhugamanninum Takumi Kanaya.

Hér má fylgjast með skori keppenda.