Fréttir

McCumber fór í aðgerð á þriðjudag og er á meðal efstu manna eftir tvo hringi
Tyler McCumber.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 19. febrúar 2021 kl. 23:41

McCumber fór í aðgerð á þriðjudag og er á meðal efstu manna eftir tvo hringi

Vikan byrjaði ekki vel hjá Tyler McCumber en á þriðjdaginn varð hann hann fyrir því óláni að klemma vísifingurinn á vinstri hendinni á hótelglugganum.

McCumber var nokkuð viss um að hann yrði að draga sig úr leik á Genesis Invitational mótinu og var hann svo viss að hann bókaði flug heim til Flórída. Lítilsháttar aðgerð bjargaði þó mótinu fyrir honum og er hann nú á meðal efstu mann eftir tvo hringi.

Eftir slysið leitaði McCumber til læknis mótaraðarinnar og við tók sársaukafull aðgerð þar sem hluti af nögglinni var tekinn af puttanum. McCumber var heppinn með lækni þar sem hann er handasérfræðingur og gat hann því tryggt það að hann gæti tekið þátt í mótinu.

McCumber er þó ekki verkjalaus en hann segir að það sé allt í lagi þar sem völlurinn geti reynt mikið á taugarnar.

„Blessunarlega þá lætur Riviera völlurinn þig gleyma sársaukanum í puttanum.“