McDonald með högg í forskot | Í leit að sínum fyrsta sigri
Ally McDonald fer með eins höggs forystu inn í lokahringinn á LPGA Drive on Championship sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi.
McDonald er á 13 höggum undir pari eftir þrjá hringi en hún er í leit að sínum fyrsta sigri á LPGA mótaröðinni.
„Ég er er klárlega í þægilegri stöðu vitandi það að að það sem ég hef er nóg. Ég ætla bara að treysta því sem ég veit að ég get gert, reyna að spila með bestu kylfingum heims og spila mitt besta golf,“ sagði McDonald.
Höggi á eftir McDonald er Bianca Pagdanganan og Danielle Kang er svo á 11 höggum undir pari í þriðja sætinu.
Lokahringur mótsins fer fram í dag, sunnudag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Staða efstu kylfinga mótsins:
1. Ally McDonald, -13
2. Bianca Pagdanganan, -12
3. Danielle Kang, -11
4. Carlota Ciganda, -10
5. Katherine Kirk, -9