Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

McIlroy í forystu fyrir lokahringinn í Kína
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 2. nóvember 2019 kl. 07:57

McIlroy í forystu fyrir lokahringinn í Kína

Þriðji hringur HSBC Champions heimsmótsins var leikinn í nótt og er það Rory McIlroy sem er kominn í forystu fyrir lokahringinn. McIlroy er höggi á undan Louis Oosthuizen sem átti besta hring dagsins.

Fyrir daginn var McIlroy höggi á eftir Matthew Fitzpatrick. Hann lék stöðugt golf í dag, fékk fimm fugla og restina pör og kom því í hús á fimm höggum undir pari, eða 67 höggum, þriðja daginn í röð. McIlroy er því samtals á 15 höggum undir pari.

Oousthuizen lék á 65 höggum í nótt, eða sjö höggum undir pari. Hann er samtals á 14 höggum undir pari, einn í öðru sæti. Fitzpatrick lék á 70 höggum og er jafn Xander Schauffele, sigurvegara síðasta árs, í þriðja sæti á 13 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.