Fréttir

McIlroy segir að sjálfboðaliði hafi stigið á boltann
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 3. febrúar 2021 kl. 21:59

McIlroy segir að sjálfboðaliði hafi stigið á boltann

Það gekk á ýmsu um síðustu helgi á Farmers Insurance Open mótinu þar sem Patrick Reed fagnaði sigri. Hann komst einnig í sviðsljósið fyrir það að dæma boltann sinn grafinn (e. embedded) og taka boltann upp án þess að ráðfæra sig við dómara og vildi einhverjir meina að hann hefði átt að fá dómara til að skera úr um það hvort boltinn hefði verið grafinn.

Reed var ekki eini kylfingurinn sem lenti í þessu því sama dag lenti Rory McIlroy í því að boltinn hans grófst eftir annað höggið á 18. holunni. Að móti loknu tjáði McIlroy sig um málið og tók hann það ekki í mál að hann hafi brotið einhverjar reglur.

Nú hefur komið í ljós að boltinn hjá McIlroy var í raun og veru grafinn því sjálfboðaliði, sem vann á mótinu, sendi PGA mótaröðinni póst á mánudaginn þar sem hann sagði frá því hvað hefði gerst.

„Þannig, það er ástæðan fyrir því að ég tók dropp, af því að hann var grafinn en ég vissi ekki að einhver hefði stigið á hann. Þannig, myndbandið sem birtist á sunnudeginum þar sem sést að boltinn skoppar gerði það að verkum að ég hélt kannski að boltinn hefði skoppað ofan í eigið boltafar, af því að boltinn var augljóslega grafinn.“