Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

McIlroy svarar fyrir sig
Rory McIlroy
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 2. febrúar 2021 kl. 14:48

McIlroy svarar fyrir sig

Eins og fjallað hefur verið um síðustu daga hefur verið titringur innan golheimsins eftir mót helgarinnar. Patrick Reed stóð uppi sem sigurvegari á mótinu en vangaveltur hafa verið uppi um hvort hann hafi brotið reglur þegar hann veitti sjálfum sér lausn áður en hann talaði við dómara. Nánar má lesa um atvikið hér.

Nú hefur Rory McIlroy blandað sér í umræðuna eftir að PGA mótaröðin nýtti sér atvik hjá McIlroy til að mála betri mynd af því sem gerðist hjá Reed. Mótaröðin vildi meina að McIlroy hafi lent í svipuðum aðstæðum á 18. holunni á þriðja hringnum þegar boltinn hans lenti í þykkum karga og McIlroy tók lausn.

McIlroy talaði ekki við dómara áður en hann tók lausnina en orðspor hans er þó þannig að heilindi hans væru aldrei dregin í efa. Þar að auki var McIlroy ekki í betri stöðu eftir lausnina, ólíkt Reed.

„Að vera brennimerktur sem einhver sem reynir að komast upp með hluti eða að vera þekktur sem svindlari er það versta sem gerist í golfi. Ég hef aldrei reynt að komast upp með neitt á golfvellinum. Leikurinn okkar snýst um heilindi og að gera það sem er rétt. Ég reyni alltaf að gera það sem er rétt."