Metþátttaka í meistaramóti GÁ - Vallarmet og hola í höggi
Meistaramót Golfklúbbs Álftaness fór fram um liðna helgi og var frábær þátttaka í mótinu. Gunnar Valur Gíslason stal senunni á fyrsta keppnisdegi þegar hann setti vallarmet með að leika á 72 höggum og fór einnig holu í höggi.
Golfklúbbur Álftanes var stofnaður 14. maí 2002 og hefur verið leikið á á 9 holu velli við Haukshús síðan þá. Völlurinn hefur lengst um verið par 29, einungis tvær par-4 brautir, annars par-3. Í fyrra sumar fékk golfklúbburinn aðgang að landi sem stækkar völlinn töluvert. Við bætum tveimur par-4 brautum og eru þær báðar yfir 300 metra. Við þessa breytingu er völlurinn par 31. Þetta er umtalsverð breyting fyrir völlinn. Félagsmenn eru mjög spenntir því hann var formlega opnaður fyrir meistaramótið okkar. Þetta endurspeglaðist í þátttökunni því aldrei hafa fleiri verið skráðir til leiks. Í ár voru tvöfalt fleiri þátttakendur en síðustu ár.
Undanfarin ár hefur klúbburinn einnig verið að efla unglingastarfs sitt. Í ár byrjaði Golfklúbbur Álftaness og Golfklúbburinn Keilir á samstarfi til að efla áhuga yngri kynslóðarinnar. Það skilaði strax árangri. Í fyrsta sinn í sögu klúbbsins var keppt í unglingaflokki sem er gríðarlega jákvætt fyrir klúbbinn. Því verður lögð enn meiri áhersla á þetta samstarf næstu árin til að efla yngri kynslóðina til golfiðkunar.
Úrslitin urðu eftirfarandi.
Karlar – Höggleikur
Guðmundur Hilberg Jónsson 78 – 74 – 88 = 240 högg
Sveinbjörn Hrafn Sveinbjörnsson 87 – 75 – 83 = 245 högg
Jóhann Gíslason 76 – 78 – 95 = 249 högg
Karlar – Höggleikur með forgjöf
Guðmundur Hilberg Jónsson 66 – 62 – 76 = 204 högg*
Gunnar Valur Gíslason 54 – 81 – 69 = 204 högg
Snæþór Unnar Bergsson 68 – 71 – 75 = 214 högg
Guðmundur sigraði á 2. holu í bráðabana.
Konur – Höggleikur
Sigríður Lovísa Gestsdóttir 92 – 96 – 98 = 286 högg
Sigrún Sigurðardóttir 101 – 85 – 101 = 287 högg
Vigdís Ólafsdóttir 94 – 99 – 100 = 293 högg
Konur – Höggleikur með forgjöf
Sigríður Lovísa Gestsdóttir 68 – 78 – 74 = 214 högg
Vigdís Ólafsdóttir 71 – 76 – 77 = 224 högg
Helga Björg Sigurðardóttir 70 – 82 – 77 = 229 högg
Unglingaflokkur
Guðlaugur Orri Stefánsson 88 – 81 – 99 = 268 högg
Davíð Scheving Thorsteinsson 87 – 95 – 101 = 283 högg
Eggert Unnar Snæþórsson 107 – 96 – 106 = 209 högg