Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Mickelson telur sig vera að leika sitt besta golf
Miðvikudagur 16. júní 2010 kl. 12:02

Mickelson telur sig vera að leika sitt besta golf

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson vonast til að hafa ástæðu til að fagna tvöfalt um næstu helgi. Þessi frábæri kylfingur verður fertugur í vikunni og vonar að hann nái loksins að hreppa Opna bandaríska meistaratitilinn sem hefur hrokkið úr höndum hans í tvígang.

Örninn 2025
Örninn 2025

Hann telur að þrátt fyrir að hann sé að verða fertugur eigi hann nóg eftir og bendir á frammistöðu Jack Nicklaus og Vijay Sing.

Þegar ég var fyrst með á mótaröðinni, þá þótti mér einstakt afrek þegar Nicklaus vann Masters mótið, 46 ára gamall. Eftir því sem að tíminn hefur liðið þá sjáum við að kylfingar, líkt og Vijay og Kenny Perry, hafa unnið mörg mót á fimmtugsaldrinum og eiga bestu árin framundan,“ segir Mickelson.

Það virðist sem að kylfingar nái hátindnum á fimmtugsaldrinum og ég er sjálfur mun betri kylfingur í dag en fyrir sex árum. Ég er að leika mitt besta golf á ferlinum.“

Myndir/golfsupport.nl