Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Mikil stemmning á landsmóti hestamanna í golfi
Sunnudagur 27. júní 2010 kl. 22:41

Mikil stemmning á landsmóti hestamanna í golfi

Landsmót hestamanni í golfi var haldið af Sponn.is nú á dögunum. Keppt var í liðakeppni og var skipt í liðin eftir hversu góðir eða lélegir menn voru. Alls voru átta lið og 24 leikmenn.

Mótið var haldið í blíðskaparveðri hjá golfklúbbnum í Hveragerði, frábær stemning myndaðist þegar hestamenn komu saman til að keppa á nýjum vettvangi, miklar væntingar voru gerða til hvors annars þar sem enginn var tilbúinn að tapa, segir á heimsíðunni Hestafrettir.is.

Örninn 2025
Örninn 2025

Úrslitin urðu eftirfarandi:
1. sæti Agnar Róbertsson, Arnór og Jón starfsmenn Sponn.is
2. sæti Þorsteinn Ómarsson, Þórður Þorgeirsson og Fjölnir Þorgeirsson
3.sæti Steinn Guðjónsson, Sigursteinn Sumarliðason og Viðar Ingólfsson

Agnar vann nándarverlaunin á 9. braut og lengsta drive. Kiddi Bjarni vann stysta Drive á fyrstu braut. Næst stysta eða 20 cm lengra var Viðar Ingólfsson. Hér að ofan og neðan má einmitt sjá þessu glæsilegu en stuttu högg.