Fréttir

Mikil upplifun á Sawgrass - Íslendingar á Players
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 19. mars 2024 kl. 06:28

Mikil upplifun á Sawgrass - Íslendingar á Players

„Það var mikil upplifun að vera á Players og alveg einstakt að sjá bestu kylfinga í heimi í nærmynd. Við stöldruðum lengst við á 17 holunni enda stemningin á þessari frægu holu engu lík,“ segir Jónína Sanders en hún var með eiginmanni, systur og mökum á Sawgrass vellinum í Flórída að fylgjast með Players mótinu um síðustu helgi.

Jónína og Þorbergur maður hennar eru duglegir kylfingar eins og aðrir í hópnum.

„Við röltum um völlinn og það kom okkur á óvart hversu nálægt leikmönnum við gátum verið þrátt fyrir mannfjöldann. Við Margrét systir vorum þarna með eiginmönnum okkar Þorbergi og Sigurði ásamt Leifi, góðum vini okkar. Þetta var meiriháttar gaman,“ sagði Jónína.

Hér má m.a. sjá Norðmanninn Hovland fyrir miðri mynd.

Sautjánda holan á Sawgrass er ein frægasta golfhola í heimi.