Fréttir

Mitchell frábær í Las Vegas
Mitchell sigraði á Honda Classic mótinu fyrir tveimur árum. Það er hans eini sigur á PGA mótaröðinni til þessa.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 16. október 2021 kl. 07:46

Mitchell frábær í Las Vegas

Keith Mitchell er að leika stórkostlegt golf á The CJ Cup í Las Vegas. Eftir tvo hringi er hann samtals á 18 höggum undir pari og með 5 högga forskot á næstu menn.

Mitchell lék fyrsta hringinn á 62 höggum, hans lægsta skor á PGA mótaröðinni. Hann fylgdi því svo eftir með að leika annan hringinn á 64 höggum.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Næstu menn eru á 13 höggum undir pari eftir hringina tvo. Jordan Spieth, Harry Higgs, Adam Scott og Seonghyeong Kim.

Robert Streb sem lék stórkostlega á fyrsta hringum þegar hann var á 11 höggum undir pari féll niður í 8. sæti eftir að hafa leikið annan hringinn á pari.

Abraham Ancer átti sannkallað draumahögg á öðrum hringnum þegar hann fékk albatross á 14. brautinni sem er par 5.

Staðan í mótinu