Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Mótaskrá GSÍ 2021 nánast klár
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 11. febrúar 2021 kl. 12:00

Mótaskrá GSÍ 2021 nánast klár

Mótanefnd Golfsamband Íslands hefur gefið út mótaskrá sambandsins fyrir árið 2021. Í mótaskránni er að finna hvenær öll stærstu mót ársins verða haldin en þó á eftir að finna mótshalda í nokkur mót.

Meðal annars kemur fram að Íslandsmótið í holukeppni, sem fram fer dagana 18.-20. júní, mun verða leikið á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þórlákshafnar. Áður hafði verið gefið út að Íslandsmótið í höggleik yrði leikið á Jaðarsvelli hjá Golfklúbbi Akureyrar dagana 5.-8. ágúst.

Íslandsmót unglinga í höggleik fer fram dagana 20.-22. ágúst og verður leikið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Að lokum verður Íslandsmót eldri kylfinga haldið í Vestmannaeyjum hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja dagana 16.-18. júlí.

Mótin sem vantar staðfestan golfvöll eru síðustu tvö mót ársins á Öldungamótaröðinni sem og 2. deild karla í Íslandsmóti golfklúbba.

Mótaskrá GSÍ 2021 má sjá hér fyrir neðan: