Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Myndband: „Alveg eins og í apríl“
Ian Poulter kann vel við sig á Augusta National golfvellinum.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 7. nóvember 2020 kl. 21:59

Myndband: „Alveg eins og í apríl“

Masters mótið fer fram dagana 12.-15. nóvember í ár rúmlega 7 mánuðum frá upprunalegri dagsetningu. Mótinu var frestað vegna Covid-19 og höfðu einhverjir áhyggjur af ástandi Augusta National golfvallarins þar sem mótið fer fram svo seint á árinu í þetta skiptið.

Þær áhyggjur virðast þó hafa verið óþarfar en undanfarnar vikur hafa myndir af grænum og fallegum vellinum birst á samfélagsmiðlum og í dag mætti Englendingurinn Ian Poulter á völlinn og sýndi frá honum.

Örninn 2025
Örninn 2025

„Ef þú varst að velta því fyrir þér hvernig Augusta National völlurinn lítur út í nóvember.... þá lítur hann nákvæmlega út eins og í apríl,“ sagði Poulter hlæjandi og bætti við: „Algjörlega frábær.

Masters mótið hefst á fimmtudaginn og hefur Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods titil að verja. Mótið er síðasta risamót ársins en á næsta ári fer það fram í apríl eins og vanalega, einungis fimm mánuðum seinna. 

View this post on Instagram

This is what heaven looks like in November🌺 @themasters

A post shared by Ian Poulter (@ianjamespoulter) on