Fréttir

Myndband: Fitzpatrick og Lowry leiða á Wentworth
Shane Lowry. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 9. október 2020 kl. 20:19

Myndband: Fitzpatrick og Lowry leiða á Wentworth

Fimmfaldi sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni, Matt Fitzpatrick, og risameistarinn Shane Lowry léku báðir á 65 höggum í dag og deila forystunni eftir tvo hringi á BMW PGA meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröð karla.

Lowry hefur gert það að venju sinni að leika vel á Wentworth vellinum þar sem mótið fer fram en hann hefur spilað sjö sinnum á 67 höggum eða lægra skori frá árinu 2011. Skorið hans í dag var það lægsta hjá honum á þessu ári.

Jafn Lowry á toppnum er eins og áður segir Fitzpatrick sem var kominn 9 högg undir par á hring dagsins þegar hann steig á teig á lokholunni. Fitzpatrick fékk hins vegar tvöfaldan skolla á 8. holunni, hans síðustu holu, og deilir því forystunni eftir tvo daga.

Höggi á eftir þeim Lowry og Fitzpatrick er Englendingurinn Tyrrell Hatton á 11 höggum undir pari. Hatton er tveimur höggum á undan Joachim Hansen og Victor Perez sem eru jafnir í 5. sæti.

Þriðji og næst síðasti hringur mótsins fer fram á morgun, laugardag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

132 S LOWRY (IRL) 67 65, M FITZPATRICK (ENG) 67 65,
133 T HATTON (ENG) 66 67,
135 J HANSEN (DEN) 68 67, V PEREZ (FRA) 69 66,
136 A ARNAUS (ESP) 66 70, G FORREST (SCO) 69 67,