Golfbúðin #Hamar
Golfbúðin #Hamar

Fréttir

Myndband: Lengsta meðalhögglengd hjá sigurvegara í sögu PGA mótaraðarinnar
Bryson DeChambeu.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 7. júlí 2020 kl. 21:33

Myndband: Lengsta meðalhögglengd hjá sigurvegara í sögu PGA mótaraðarinnar

Bryson DeChambeau vann sitt sjötta mót á PGA mótaröðinni um helgina þegar að hann fagnaði glæsilegum sigri á Rocket Mortgage Classic mótinu.

DeChambeau hefur verið mikið í fréttunum síðan að hann skaust fram á sjónarsviðið og oft á tíðum hefur það verið slæm umfjöllun þar sem menn kvarta til að mynda yfir hægum leik. Aftur á móti hefur umfjöllunin um hann aðeins snúist að líkamlegu atgervi hans og hversu langt hann er farinn að slá.

Það er ekki að ástæðulausu sem högglengd hans er mikið í umræðunni því um síðustu helgi setti DeChambeau nýtt met en hann sló upphafshöggin sín að meðaltali 350,5 jarda sem er um það bil 320,5 metrar. Hann var einnig með samtals 16 dræv sem fóru lengra en 350 jardar en til að mynda var næsti kylfingum með sjö dræv yfir 350 jarda.