Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Myndband: Levy vann sér inn eitt stykki BMW með þessu höggi
Alexander Levy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 23. janúar 2021 kl. 20:47

Myndband: Levy vann sér inn eitt stykki BMW með þessu höggi

Frakkinn Alexander Levy gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. holunni á þriðja hring Abu Dhabi HSBC meistaramótsins. Höggið glæsilega gat ekki komið á betri holu en að launum fær hann eitt stykki BMW bíl.

Levy byrjaði daginn á 10. braut og var á tveimur höggum undir pari þegar hann steig upp á 15. teig. Holan var tæpir 150 metrar í dag og sló hann með 9 járni. Til að byrja með hélt Levy að boltinn yrði og stuttur og kallaði því „áfram“ á eftir kúlunni. Kúlan lenti á flötinni og svo beinustu leið í holunni.

Fagnaðarlætin voru mikil hjá Levy þar sem hann hljóp, hrópaði og dansaði um teigsvæðið. Það er ekki af ástæðulausu sem hann var ánægður þar sem bíllinn sem hann fær er af gerðinni BMW m850i og er grunnverðið á svona bíl kringum 11 milljónir íslenskra króna.

Myndband af fagnaðarlátunum, högginu og viðtal við Levy má sjá hér að neðan.