Fréttir

Myndband: Líkt og áður mun karginn spila stóra rullu á Opna bandaríska meistaramótinu
Troy Merritt.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 15. september 2020 kl. 23:55

Myndband: Líkt og áður mun karginn spila stóra rullu á Opna bandaríska meistaramótinu

Opna bandaríska meistaramótið hefst á fimmtudaginn en um er að ræða eitt af risamótunum fjórum. Mótið er leikið á Winged Foot vellinum að þessu sinni en það var síðasta haldið á vellinum árið 2006. Þá var það Ástralinn Geoff Ogilvy sem fagnaði sigri á samtals fimm höggum yfir pari.

Opna bandaríska meistaramótið hefur verið þekkt fyrir að vera leikið á völlum sem er krefjandi og endar sigurvegari mótsins sjaldan mikið undir pari.

Líkt og oft áður þá mun karginn spila stóra rullu þessa helgin og eins og sést í myndbandinu sem Troy Merrit birti á Twitter-reikningi sínum þá sést vart í boltann í karganum. Það verður því spennandi að sjá hvernig bestu kylfingum heims mun takast að glíma við hinn erfiða Winged Foot völl.