Fréttir

Myndband: McIlroy á ekki orð yfir hversu góður nýi TaylorMade blendingurinn er
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 13. febrúar 2020 kl. 21:28

Myndband: McIlroy á ekki orð yfir hversu góður nýi TaylorMade blendingurinn er

TaylorMade sendi frá sér nýja línu af járnum, brautartrjám og dræverum fyrr á þessu ári og ber sú lína heitið SIM. Undir venjulegum kringumstæðum er TaylorMade ekki mikið að láta atvinnukylfinga prófa blendingskylfurnar vegna þess að flestir kjósa að notast við lengri járn og svo brautatré. Efsti maður heimslistans, Rory McIlroy, fékk þó að prófa nýja SIM belndinginn og ef marka má viðbrögð hans má alveg eins búast við því að kylfan verði í pokanum á einhverjum tímapunkti á þessu ári.

TaylorMade birti myndskeið af því þegar nokkrir af bestu kylfingum heims prófuðu línuna en kylfingarnir sem voru á svæðinu voru ásamt McIlroy, Tiger Woods, Jason Day, Jon Rahm, Dustin Johsnon, Colin Morikawa og Matthew Wolff.

Eins og sést í myndbandinu hér að neðan var McIlroy steinhissa á því hvernig kylfan virkaði og gat hann ekki hætt að tala um hversu vel boltinn væri að fljúga. Einnig er gaman að fylgjast með þeim félögum ræða um þessar nýju kylfur.