Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Myndband: Poulter þarf greinilega að passa sig á því hvar hljóðnemar eru staðsettir
Ian Poulter.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 28. júní 2020 kl. 22:52

Myndband: Poulter þarf greinilega að passa sig á því hvar hljóðnemar eru staðsettir

Lokdagur Travelers Championship mótsins fór fram í dag og eins og greint var frá fyrr í kvöld var það Dustin Johnson sem fagnaði sigri.

Nú þegar engir áhorfendur eru á vellinum vegna ástandsins í heiminum hafa kylfingar í nokkur skipti verið gripnir við það að blóta all verulega og hefur það heyrst í hljóðnemum sem eru víðsvegar um völlinn. Í dag kom annað atvik upp en í þetta skiptið var það ekki blót.

Greg Chalmers og Ian Poulter léku saman í dag og á fyrsta teignum stuttu eftir að Chalmers slær teighöggið sitt heyrst hátt prumpuhljóð. Þá hafði Poulter látið eitt flakka og honum óaðvitandi stóð hann við hliðina á einum hljóðnema.

Poulter fannst þetta að sjálfsögðu fyndið og var búinn að tjá sig um málið á Twitter eftir hringinn þar sem hann lýsti því að það hefði greinilega verið mikill vindur á fyrsta teignum. Hann sagði einnig að besta við þetta allt saman væri að fólk héldi eflaust að Chalmers hefði gert þetta.