Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

PGA: Johnson fagnaði sigri á Travelers Championship
Dustin Johnson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 28. júní 2020 kl. 22:45

PGA: Johnson fagnaði sigri á Travelers Championship

Travelers Championship mótið klárðist nú fyrir skömmu og var það Dustin Johnson sem fagnaði sigri eftir spennandi lokdag. Hann endaði höggi á undan Kevin Streelman.

Johnson byrjaði daginn höggi á eftir Brendon Todd sem var í efsta sæti fyrir daginn. Eftir 10 holur var Johnson á fjórum höggum undir pari og kominn með tveggja högga forystu á Todd sem var á pari vallar. Á 12. holunni lenti Todd í því að fá þrefaldan skolla og voru möguleikar hans þá úti.

Á meðan lék Johnson nokkuð öruggt golf og gat leyft sér að tapa höggum á 13. og 16. holunni en á móti fékk hann fugl á þeirri 14. Þegar á 18. holuna var komið var forysta hans eitt högg og fékk hann öruggt par og tryggði sér því sinn 21. sigur á PGA mótaröðinni.

Einn í öðru sæti á 18 höggum undir pari, höggi á eftir Johnson, var Kevin Streelman eins og áður sagði.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.