Fréttir

Myndband: McIlroy gripinn glóðvolgur við það að blóta
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 23. júní 2020 kl. 22:13

Myndband: McIlroy gripinn glóðvolgur við það að blóta

PGA mótaröðin hefur nú hafið leik að nýju eftir hlé vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Það var Daniel Berger sem fagnaði sigri í fyrsta mótinu eftir hléið en svo á sunnudaginn var það Webb Simpson sem stóð uppi sem sigurvegari.

Mótin eru þó haldin með örlítið breyttu sniði en engir áhorfendur eru leyfðir á vellinum. Kylfingar hafa því verið gripnir glóðvolgir við það að bölva lélegum höggum.

Á RBC Heritage mótinu nú um helgina náðist myndband af efsta manni heimslistans, Rory McIlroy, bölva lélegu upphafshöggi. Eins og sést í myndbandinu lét hann f-orðið falla. Á íslensku mætti þýða setningu McIlroy sem: „Í hvert einasta anskotans....“