Fréttir

Myndband: Sannfærandi sigur Morikawa
Collin Morikawa.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 1. mars 2021 kl. 10:21

Myndband: Sannfærandi sigur Morikawa

Bandaríski kylfingurinn Collin Morikawa fagnaði í gær sínum fyrsta sigri á Heimsmóti þegar að hann bar sigur úr býtum Workday meistaramótinu sem fram fór á Concession vellinum. Þó svo að um tíma var töluverð spenna var sigur hans nokkuð sannfærandi.

Fyrir lokahringinn var Morikawa með tveggja högga forystu á næstu menn. Eftir þrjá fugla á holum fimm til níu var staðan nokkuð vænleg fyrir Morikawa. Hann bætti við einum fugli á síðari níu holunum og kom því í hús á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Samtals endaði hann á 18 höggum undir pari.

Maðurinn sem komst næst Morikawa var Norðurmaðurinn Viktor Hovland en hann var kominn höggi á eftir frábæran fugl á 13. holunni. Hann gaf þó aðeins eftir og endaði hringinn í gær á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari, og mótið sjálft á 15 höggum undir pari. Jafnir í öðru sæti ásamt Hovland voru þeir Brooks Koepka og Billy Horschel.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.