Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Myndband: Sjáðu þegar Bjarki og Guðrún Brá tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn
Íslandsmeistarar í golfi 2020, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Bjarki Pétursson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 9. ágúst 2020 kl. 18:19

Myndband: Sjáðu þegar Bjarki og Guðrún Brá tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn

Bjarki Pétursson GKG og Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitili í golfi með sigri á Íslandsmótinu 2020.

Bjarki fagnaði sínum fyrsta titli á nýju mótsmeti, 13 höggum undir pari, og varð að lokum 8 höggum á undan þeim Rúnari Arnórssyni og Aroni Snæ Júlíussyni sem deildu öðru sætinu.

Í kvennaflokki var meiri dramatík því þar réðust úrslitin í umspili þegar Guðrún Brá hafði betur gegn Ragnhildi Kristinsdóttur. Guðrún hefur þar með unnið Íslandsmótið þrjú ár í röð.

Sjá einnig:

Guðrún Brá Íslandsmeistari þriðja árið í röð
Bjarki fagnaði öruggum sigri á Íslandsmótinu í höggleik

Hér fyrir neðan má sjá myndband af sigurpúttum þeirra Bjarka og Guðrúnar.