Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Bjarki fagnaði öruggum sigri á Íslandsmótinu í höggleik
Bjarki Pétursson stuttu eftir sigurinn.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 9. ágúst 2020 kl. 16:29

Bjarki fagnaði öruggum sigri á Íslandsmótinu í höggleik

Bjarki Pétursson varð í dag Íslandsmeistari karla í höggleik þegar mótið kláraðist á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Bjarki, sem leikur fyrir Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, lék hringina fjóra í mótinu samtals á 13 höggum undir pari og fagnaði að lokum öruggum 8 högga sigri. Spilamennska Bjarka var frábær miðað við aðstæður en hann bætti mótsmetið sem Þórður Rafn Gissurarson átti en hann lék á 12 höggum undir pari árið 2015.

Lokahringurinn varð nokkuð spennandi snemma á seinni níu holunum þegar Axel Bóasson fékk tvo fugla í röð en Borgnesingurinn Bjarki svaraði því með fimm fuglum í röð á holum 12-16 og leit aldrei aftur.

Þetta er í fyrsta skiptið sem Bjarki verður Íslandsmeistari fullorðinna í höggleik en hann hefur verið einn af okkar bestu kylfingum undanfarin ár. Myndband af fuglapútti Bjarka á lokaholunni má sjá hér neðst í fréttinni.

Rúnar Arnórsson og Aron Snær Júlíusson enduðu jafnir í öðru sæti á 5 höggum undir pari, átta höggum á eftir Bjarka. Hlynur Bergsson, Andri Már Óskarsson og Egill Ragnar Gunnarsson

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Staða efstu manna:

1. Bjarki Pétursson, -13
2. Aron Snær Júlíusson, -5
2. Rúnar Arnórsson, -5
4. Hlynur Bergsson, -4
4. Andri Már Óskarsson, -4
4. Egill Ragnar Gunnarsson, -4
7. Tómas Eiríksson Hjaltested, -3
7. Ólafur Björn Loftsson, -3
7. Axel Bóasson, -3
10. Andri Þór Björnsson, Par


Rúnar Arnórsson varð annar.


Aron Snær endaði einnig í öðru sæti.