Golfbúðin #Siglo
Golfbúðin #Siglo

Fréttir

Myndband: Svona spilaði Woods á þriðja keppinsdegi
Tiger Woods.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 7. desember 2019 kl. 16:47

Myndband: Svona spilaði Woods á þriðja keppinsdegi

Fjórði og síðasti hringur Hero World Challenge mótsins fer fram í dag á Bahama eyjum. Mótið er hluti af PGA mótaröðinni en telur þó ekki á stigalistanum en gestgjafi mótsins er Tiger Woods.

Woods er á 11 höggum undir pari í mótinu eftir fyrstu þrjá hringi mótsins og er tveimur höggum á eftir Gary Woodland sem er í forystu.

Á þriðja hringnum lék Woods 5 höggum undir pari og tapaði einungis einu höggi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá allt það helsta frá þriðja hringnum hans Woods.