Fréttir

Myndband: Svona spilar maður tennis með golfkylfum
Joshua Kelley.
Föstudagur 19. apríl 2019 kl. 19:41

Myndband: Svona spilar maður tennis með golfkylfum

Það er ekki víst að allir kannist við Joshua Kelley en hann er engu að síður nokkuð þekktur innan golfheimsins, sérstaklega fyrir brelluhöggin sín.

Kelley er með 242 þúsund fylgjendur á Instagram reikningi sínum og hefur hann til að mynda birt myndbrot af sér að gera brelluhögg með Tiger Woods.

Hann hefur aftur á móti tekið brelluhöggin á nýtt stig eftir að hann að birti myndband af sér spila tennis með golfkylfu, tennisgolf. Þar sem þetta er algjörlega ný íþrótt má áætla að Kelley sé besti tennisgolfari heimsins. Sjón er sögu ríkari en í myndbandið er hér að neðan.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

How golfers play tennis 🏌️ 🎾Tag a golfer and a tennis player! #teamHiTS @joshkelleygolf #swingu @jojo.k._xo

A post shared by Joshua Kelley (@holein1trickshots) on

Instagram síða Kelley má svo nálgast hérna.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is