Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Myndband: Tiger kylfuberi hjá 10 ára syni sínum
Tiger og Charlie Woods
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 13. janúar 2020 kl. 20:00

Myndband: Tiger kylfuberi hjá 10 ára syni sínum

Tiger Woods er þekktur fyrir að vera sjálfur í aðalhlutverki í golfi en það var annar og yngri Woods sem stal senunni um helgina. Sonur Tiger, Charlie Woods, tók þátt í US Kids Tournament of Sandpiper Bay og var pabbi gamli að sjálfsögðu á pokanum. 

Af myndböndum að dæma hefur Charlie erft hæfileika föður síns en þrátt fyrir að Charlie sé aðeins 10 ára gamall er hann strax kominn með hörku golfsveiflu. Woods yngri nældi sér í fugl á þriðju holu og endaði mótið jafn í 9. sæti. 

Það er ekki ljóst hvenær Charlie mætir aftur á völlinn en Woods eldri mun taka þátt í sínu fyrsta móti árið 2020 eftir rúma viku þegar hann leikur í Farmers Insurance mótinu, mót sem hann hefur unnið 8 sinnum.