Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Myndband: Woods, McIlroy og Day læra japönsku
Rory McIlroy og Tiger Woods.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 10. október 2019 kl. 11:00

Myndband: Woods, McIlroy og Day læra japönsku

Hideki Matsuyama, Rory McIlroy, Tiger Woods og Jason Day eru á meðal þeirra kylfinga sem ætla að vera með á Zozo Championship mótinu sem fer fram dagana 24.-27. október í Tókýó.

Um er að ræða fyrsta PGA mótið sem fer fram í Japan og munu kylfingar mótsins berjast um 9,75 milljónir Bandaríkjadollara.

Að því tilefni hafa mótshaldarar fengið stærstu stjörnurnar til að leika í nokkrum auglýsingum og var sú nýjasta birt á miðvikudaginn.

Í umræddri auglýsingu er Matsuyama fenginn til að kenna þeim McIlroy, Woods og Day japönsku sem gekk misvel.