Fréttir

Nesklúbburinn illa útileikinn eftir slæmt veður
Nesklúbburinn.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 20. september 2020 kl. 11:19

Nesklúbburinn illa útileikinn eftir slæmt veður

Það hefur eflaust ekki farið framhjá fólki að veður hefur ekki leikið við landann síðasta sólarhringinn. Mikil úrkoma og sterkir vindar hafa gert fólki lífinu leitt.

Nesklúbburinn varð aðeins fyrir barðinu á veðrinu sem gekk yfir í gær og í nótt því í morgun birtu þeir mynd frá fyrstu flötinni. Þá hafði mikið af steinum og smáu grjótu fokið inn á flötina. Eins og gefur að skilja kom fram að ekki yrði leikið inn á flötina að svo stöddu.

Bjarni Þór Hannesson, vallarstjóri Nesvallarins, hefur þó síðan að færslan var birt sett inn athugasemd að öll möl væri farin af flötinni og því væri í lagi að pútta á henni.