Fréttir

Nordic Golf: Lokamót ársins framundan
Haraldur Franklín Magnús.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 8. október 2019 kl. 21:05

Nordic Golf: Lokamót ársins framundan

Á morgun, miðvikudag, hefst lokamót ársins á Nordic Golf mótaröðinni, Tour Final mótið. Leikið er á Pärnu Bay Golf Links golfvellinum í Eistlandi og eru tveir Íslendingar á meðal keppenda. Það eru þeir Axel Bóasson og Haraldur Franklín Magnús.

Eins og kom fram í vikunni þá er Haraldur Franklín í mikilli baráttu um að tryggja sér sæti á Áskorendamótaröðinni á næsta ári. Fyrir mótið er Haraldur í fjórða sæti stigalistans og lítur allt út fyrir að hann þurfi að enda á þar til að tryggja sér þátttökurétt á næst sterkustu mótaröð Evrópu. Nánar má lesa um það hérna.

Axel fer fyrr út á morgun en hann hefur leik klukkan 10:17 að staðartíma, sem 7:17 að íslenskum tíma. Haraldur er svo út klukkan 11:01 að staðartíma.

Hérna verður hægt að fylgjast með skori keppenda.


Axel Bóasson.