Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Nordic Golf: Rúnar á meðal efstu manna
Rúnar Arnórsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 23. febrúar 2020 kl. 14:25

Nordic Golf: Rúnar á meðal efstu manna

Fyrsta mót ársins á Nordic Golf mótaröðinni fór af stað í dag á Lumine golfsvæðinu á Spáni. Þrír íslenskir kylfingar eru á meðal keppenda í mótinu en það eru þeir Rúnar Arnórsson GK, Bjarki Pétursson GKB og Ragnar Már Garðarsson GKG.

Leikið er á Hills og Lakes völlunum á Lumine golfsvæðinu en þar fór einmitt lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröð karla fram í haust sem og næstu lokaúrtökumót til ársins 2022.

Örninn 2025
Örninn 2025

Af strákunum okkar fór Rúnar best af stað en hann er í fjórða sæti í mótinu þegar fréttin er skrifuð á fjórum höggum undir pari. Rúnar lék á Lakes vellinum og fékk alls fjóra fugla og tapaði ekki höggi.


Skorkort Rúnars.

Rúnar var á höggi undir pari eftir fyrri níu en fékk svo þrjá fugla á holum 13-15. Það er sérstaklega vel af sér vikið á 15. holu sem er ein erfiðasta hola vallarins.

Bjarki og Ragnar Már léku einnig á Lakes vellinum í dag. Bjarki lék á parinu og er jafn í 39. sæti og Ragnar lék á +2 og er jafn í 71. sæti. 

Annar hringur mótsins fer fram á morgun og spila þá íslensku strákarnir á Hills vellinum sem er þrengri og reynir meira á nákvæmni kylfinga í upphafshöggunum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.