Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ný síða í loftið fyrir kylfinga - golfvedur.is
Mánudagur 27. júlí 2015 kl. 13:00

Ný síða í loftið fyrir kylfinga - golfvedur.is

Nýr vefur er kominn í loftið sem hjálpar kylfingum að finna út hvar best er að spila út frá veðurhorfum. Vefurin golfveðdur.is fór í loftið í gær um leið og Íslandsmótinu í höggleik lauk í gær á Garðavelli en það er Eimskipafélag Íslands í samstarfi við Belging sem setti hann á laggirnar en samkvæmt Ólafi W. Hand markaðsstjóra Eimskips fékk hann hugmyndina út á golfvelli.

„Ég var út á golfvelli og þar kveiknaði hugmyndinn. Ég ræddi við þá á Belgingi og þeir voru alveg frábærir og tóku þessu vel. Það tók örfáa daga að koma vefnum á laggirnar,“ sagði Ólafur í spjalli við okkur á Kylfingi.

Örninn 2025
Örninn 2025

Vefurinn er byggður upp fyrir tölvur en hægt er að nálgast þetta einnig í símanum.

„Við störtum þessu svona en það er í pípunum að gera hann notendavænni fyrir síma í framhaldinu, þetta verður vonandi gott verkfæri í tösku kylfingsins,“ bætti Ólafur við.

Þær veðurspár sem voru til fyrir byggðu sína spá á stærra svæði en með til komu vefsins er búið að minnka svæðið niður í ferkílómetra og því auðveldara að átta sig á því veðri sem í væntum er á golfvellinum.