Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafía fékk boð á Pure Silk Championship á LPGA mótaröðinni
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Sunnudagur 19. maí 2019 kl. 13:27

Ólafía fékk boð á Pure Silk Championship á LPGA mótaröðinni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, verður með á Pure Silk Championship mótinu sem fer fram dagana 23.-26. maí á LPGA mótaröðinni í golfi. Þetta varð ljóst um helgina en Ólafía var önnur tveggja einstaklinga sem fengu sérstakt boð frá styrktaraðilum í mótið. 

Boðið var nokkuð óvænt fyrir Ólafíu sem birti í kjölfarið mynd á Instagram síðu sinni þar sem hún óskaði eftir kylfusveini til að aðstoða hana í mótinu.

Um er að ræða fyrsta mót Ólafíu á LPGA mótaröðinni á þessu tímabili en hún hefur leikið á sex mótum á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröð Bandaríkjanna.

Ólafía mun nú leika í tveimur mótum í röð á LPGA mótaröðinni því hún öðlaðist þátttökurétt á Opna bandaríska mótinu fyrr í sumar en það mót fer fram 30. maí - 2. júní.


Mynd: Instagram síða Ólafíu Þórunnar.

Hér er hægt að sjá keppendalista mótsins.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)