Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

OPNA mótinu frestað til næsta árs
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 6. apríl 2020 kl. 15:05

OPNA mótinu frestað til næsta árs

OPNA mótinu 2020 hefur verið frestað um eitt ár og verður haldið á næsta ári, dagana 11.18. júlí á Royal St. George’s vellinum í Kent í Englandi. R&A gaf út tilkynningu þess efnis í morgun 6. apríl og ástæðurnar eru að sjálfsögðu Covid-19.

Jafnframt hefur verið ákveðið að OPNA mótið verði haldið í St. Andrews 10.-17. júlí 2022 en þá fagnar mótið 150 ára afmæli og verður að sjálfsögðu haldið í Mekka golfsins.