Fréttir

Öruggur sigur hjá Paul Casey
Paul Casey. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 31. janúar 2021 kl. 13:34

Öruggur sigur hjá Paul Casey

Englendingurinn Paul Casey sigraði í dag á Omega Dubai Desert Classic mótinu sem fram fór á Evrópumótaröð karla í golfi. Casey lék hringina fjóra á 17 höggum undir pari og varð að lokum fjórum höggum á undan Brandon Stone.

Casey hefur nú sigrað á 15 mótum á Evrópumótaröðinni en hann sigraði fyrst árið 2001 og síðasti sigurinn hans kom árið 2019.

Fyrir daginn var Casey með eins höggs forystu en var kominn með þriggja högga forystu eftir níu holur á lokahringnum. Sigurinn var í raun aldrei í hættu og fer Casey nú upp í topp-20 á heimslistanum.

Skotinn Robert MacIntyre endaði í þriðja sæti á 12 höggum undir pari, höggi á undan þeim Laurie Canter og Kalle Samooja.

Hér er hægt að sjá úrslit mótsins.

Sigrarnir 15 hjá Paul Casey á Evrópumótaröð karla:

2001 - Gleneagles Scottish PGA Championship
2003 - ANZ Championship
2003 - Benson & Hedges International Open
2005 - TCL Classic
2005 - Volvo China Open
2006 - Johnnie Walker Championship
2006 - HSBC World Match Play Championship
2007 - Abu Dhabi Golf Championship
2009 - BMW PGA Championship
2011 - Volvo Golf Champions
2013 - The Irish Open
2014 - KLM Open
2019 - Porsche European Open
2021 - Omega Dubai Desert Classic