Fréttir

Örvar og Stefanía klúbbmeistarar GA árið 2019
Allir verðlaunahafar á Meistaramóti GA. Mynd: gagolf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 15. júlí 2019 kl. 21:21

Örvar og Stefanía klúbbmeistarar GA árið 2019

Meistaramót Golfklúbbs Akureyrar kláraðist um helgina við fínar aðstæður en að sögn heimamanna er völlurinn kominn í frábært stand.

Klúbbmeistarar þetta árið eru þau Örvar Samúelsson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, en þau voru bæði að fagna sigri í fimmta skiptið í mótinu sem er frábær árangur.

Örvar lék hringina fjóra í mótinu á 11 höggum yfir pari og varð að lokum fjórum höggum á undan Tuma Hrafni Kúld sem varð annar í meistaraflokki karla. Heiðar Davíð Bragason endaði í þriðja sæti á 19 höggum yfir pari.


Skorkort Örvars á lokahringnum.

Í kvennaflokki var mikil spenna á lokahringnum en Amanda Guðrún Bjarnadóttir var með eins höggs forystu eftir þrjá hringi. Amanda fór illa að ráði sínu á fyrri níu á meðan Stefanía lék jafnt og gott golf allan hringinn og fagnaði að lokum fimm högga sigri. Stefanía lék hringina fjóra á 26 höggum yfir pari.


Skorkort Stefaníu á lokahringnum.

Akureyrarmeistarar 2019:

Meistaraflokkur karla: Örvar Samúelsson

Meistaraflokkur kvenna: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir 

1. flokkur karla: Konráð Vestmann Þorsteinsson

1. Flokkur kvenna: Brynja Herborg Jónsdóttir

2. Flokkur karla: Atli Þór Sigtrygsson

2. Flokkur kvenna: Hrefna Svanlaugsdóttir

3. Flokkur karla: Ólafur Helgi Rögnvaldsson

3. Flokkur kvenna: Hrefna Magnúsdóttir

4. Flokkur karla: Jón Ragnar Pétursson

5. Flokkur karla: Daníel Skíði Reykjalín Ólafsson

50+ karla: Vigfús Ingi Hauksson

50+ kvenna: Unnur Elva Hallsdóttir 

65+ karla: Heimir Jóhannsson

65+ kvenna: Sólveig Erlendsdóttir