Fréttir

Ótrúlegir yfirburðir Evrópumanna
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 29. september 2023 kl. 12:34

Ótrúlegir yfirburðir Evrópumanna

Ryder-keppnin hófst í morgun á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu en Bandaríkjamenn eru handhafar Ryder eftir öruggan 19-9 sigur á Whistling straits í Bandarikjunum árið 2021, ári síðar en áætlað var vegna COVID.

Það er skemmst frá því að segja að Evrópumenn unnu alla fjórmenningana (foursome). Það hefur aldrei áður gerst.

Leikur 1
Jon Rahm og Terrel Hatton á móti Scottie Scheffler. 4/3

Leikurinn kláraðist má segja á 10. holu þegar Rahm vippaði ofan í til að jafna holuna en þá átti Evrópa tvær holur, allur vindurinn fór í Bandaríkjamönnunum við þetta.

Leikur 2
Viktor Hovland og Ludvig Aberg á móti Max Homa og Brian Harmon. 4/3

Skandinavíufrændurnir allan tímann betri og aldrei spurning um sigurvegara, strax á fyrstu holu vippaði Hovland ofan í til að vinna holuna.

Leikur 3
Shane Lowry og Sepp Straka á móti Rickie Fowler og Colin Morikawa. 2/1

Írinn og Austurríkismaðurinn voru allan tímann með þennan leik.

Leikur 4
Rory McIlroy og Tommy Fleetwood á móti Xander Schaufflele og Patrick Cantlay. 2/1

Fleetwood Mac slógu varla feilnótu en spennan var samt mest í þessum leik. Kanarnir unnu 14. holuna og minnkuðu muninn þá í eina holu en strax á 15. setti Fleetwood gott pútt niður og Cantlay missti auðveldara pútt og munurinn aftur tvær holur. Aftur minnkuðu Bandaríkjamennirnir á 16. holu en Rory fór næstum holu í höggi á 17. og Fleetwood setti púttið niður, 2/1 sigur staðreynd.