Public deli
Public deli

Fréttir

Ótrúlegir yfirburðir Evrópumanna
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 29. september 2023 kl. 12:34

Ótrúlegir yfirburðir Evrópumanna

Ryder-keppnin hófst í morgun á Marco Simone vellinum í Róm á Ítalíu en Bandaríkjamenn eru handhafar Ryder eftir öruggan 19-9 sigur á Whistling straits í Bandarikjunum árið 2021, ári síðar en áætlað var vegna COVID.

Það er skemmst frá því að segja að Evrópumenn unnu alla fjórmenningana (foursome). Það hefur aldrei áður gerst.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Leikur 1
Jon Rahm og Terrel Hatton á móti Scottie Scheffler. 4/3

Leikurinn kláraðist má segja á 10. holu þegar Rahm vippaði ofan í til að jafna holuna en þá átti Evrópa tvær holur, allur vindurinn fór í Bandaríkjamönnunum við þetta.

Leikur 2
Viktor Hovland og Ludvig Aberg á móti Max Homa og Brian Harmon. 4/3

Skandinavíufrændurnir allan tímann betri og aldrei spurning um sigurvegara, strax á fyrstu holu vippaði Hovland ofan í til að vinna holuna.

Leikur 3
Shane Lowry og Sepp Straka á móti Rickie Fowler og Colin Morikawa. 2/1

Írinn og Austurríkismaðurinn voru allan tímann með þennan leik.

Leikur 4
Rory McIlroy og Tommy Fleetwood á móti Xander Schaufflele og Patrick Cantlay. 2/1

Fleetwood Mac slógu varla feilnótu en spennan var samt mest í þessum leik. Kanarnir unnu 14. holuna og minnkuðu muninn þá í eina holu en strax á 15. setti Fleetwood gott pútt niður og Cantlay missti auðveldara pútt og munurinn aftur tvær holur. Aftur minnkuðu Bandaríkjamennirnir á 16. holu en Rory fór næstum holu í höggi á 17. og Fleetwood setti púttið niður, 2/1 sigur staðreynd.