Fréttir

Ótrúlegt atvik á Áskorendamótaröðinni í Austurríki um síðustu helgi
Fjórir Íslendingar léku á mótinu í Austurríki
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 20. júlí 2021 kl. 17:10

Ótrúlegt atvik á Áskorendamótaröðinni í Austurríki um síðustu helgi

Manley Stuart frá Wales sigraði á Euram Bank mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu um síðustu helgi á 18 höggum undir pari.

Eins dauði er annars brauð eins og máltækið segir. Tim Widing frá Svíþjóð var efstur þegar þriðja hring var frestað vegna veðurs á 15 höggum undir pari. 

Skorkort Tim Widing þegar leik var frestað - hann lék ekki fleiri brautir á mótinu

Eins og sjá má á kortinu var Widing að leika frábært golf á þriðja hring og kominn í forystu í mótinu. Þar sem ekki náðist að ljúka hringnum þurfti Svíinn að mæta á teig klukkan 7.30 á sunnudagsmorgun og ljúka hringnum áður en hægt var að byrja að ræsa út lokahringinn.

Hann var hins vegar hvergi sjáanlegur þegar sá tími rann upp og eins og sjá má á lokastöðu mótsins fékk hann frávísun fyrir að mæta ekki á teig.

Sennilega dýrasti svefn sögunnar hjá kylfingi sem situr í 162. sæti mótaraðarinnar og átti alla möguleika á að koma sér í toppbaráttuna með sigri á mótinu.

Hér að neðan er lokastaðan í mótinu. Nafn Widing er neðst á listanum.

Lokastaðan í mótinu