Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Patrick Reed fékk ekki að vera í rauðum bol á lokadeginum
Patrick Reed.
Mánudagur 9. apríl 2018 kl. 12:00

Patrick Reed fékk ekki að vera í rauðum bol á lokadeginum

Fyrir Masters mótið hafði Patrick Reed sigrað fimm sinnum á PGA mótaröðinni og í öll skiptin hafði hann verið í svörtum buxum við rauðan bol á sunnudeginum. Þegar fólk setur saman þessa liti og sunnudag þá hugsar fólk alltaf um Tiger Woods.

Reed samdi við Nike fyrr á þessu ári um að gang í fötum frá þeim og því lenti hann í smá klemmu fyrir mótið nú um helgina.

Örninn 2025
Örninn 2025

Nike hóf nýja stefnu þar sem allir kylfingar sem eru í fötum frá Nike þurftu að vera í sömu litum á laugardeginum og sunnudeginum. Því var ekki um neitt annað að ræða en að vera í bleikum bol í gær, líkt og aðrir spilarar.

Eins og íþróttamenn kannast eflaust við þá er misimikil hjátrú hjá mönnum og geta minnstu hlutir sett menn alveg út af laginu. Það gerðist þó ekki hjá Reed og vann hann sitt sjötta mót á PGA mótaröðinni, og fyrsta risamót ferilsins, með einu höggi.

Nú er spurning hvort að Reed hætti að vera í rauðu á lokadeginum og vilji helst fá að vera í bleiku. 

Margir velta eflaust fyrir sér hvort að Woods hafi þurft að vera í bleikum bol, en svo var ekki og var hann í sínum venjulega rauða bol í gær og lék hann á 69 höggum.


Tiger Woods.