Pettersen efst eftir fyrsta hring á Kraft Nabisco
Suzann Pettersen er með forystu eftir fyrsta hring á Kraft Nabisco Championship, fyrsta risamóti ársins í kvennagolfinu. Pettersen fór hringinn á 67 höggum, eða fimm undir pari, og er með eins höggs forskot á Lorenu Ochoa, sem er að elta sinn fyrsta risatitil síðan hún vann á Kraft Nabisco árið 2008.
Höggi þar á eftir er stór hópur kylfinga, þar á meðal Karrie Webb, Becky Brewerton og Yani Tseng, en ríkjandi meistari, Brittany Lincicome, er í tíunda sæti, þremur höggum frá toppnum.
Michelle Wie er svo höggi þar á eftir, á einu undir pari.
Mynd/golfsupport.nl - Suzann Pettersen