Pétur Óskar og Kristján Þór bestir í Korpunni
Í dag fór fram næst síðasta umferðin í Opnu Mótaröðinni hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á Korpúlfsstöðum. Síðasta mótið í mótaröðinni og jafnframt síðasta mót sumarsins verður haldið á Grafarholtsvelli á morgun. Alls mættu 62 keppendur til leiks í dag og léku í haustveðri á Korpu. Eins og í fyrri mótum okkar var ræst út af öllum teigum samtímis kl.10:00.
Pétur Óskar Sigurðsson úr GR lék best allra í höggleik í dag og lék Korpúlfsstaðavöll á 75 höggum. Kristján Þór Sveinsson lék best allra í punktakeppni og vann sér inn 37 punkta á Korpúlfsstöðum í dag. Önnur úrslit í mótinu má sjá með því að smella hér. CSA leiðrétting mótsins í dag var +1.
Staða efstu manna í punktakeppni:
1. sæti - Kristján Þór Sveinsson GR 37 punktar
2. sæti - Leifur Kristjánsson GR 36 punktar
3. sæti - Finnbogi Einar Steinarsson GF 36 punktar
4. sæti - Ragnheiður Jónsdóttir GK 36 punktar
5. sæti - Jóhannes Elíasson GR 36 punktar
6. sæti - Þorsteinn Reynir Þórsson GKG 36 punktar
7. sæti - Guðjón Grétar Daníelsson GR 36 punktar
8. sæti - Eyþór Ágúst Kristjánsson GOB 35 punktar
9. sæti - Ríkarður Pálsson GR 35 punktar
10. sæti - Dagbjartur Björnsson GO 34 punktar
Staða efstu manna í höggleik:
1. sæti - Pétur Óskar Sigurðsson GR 75 högg
2. sæti - Guðjón Grétar Daníelsson GR 76 högg
3. sæti - Leifur Kristjánsson GR 78 högg
4. sæti - Eyþór Ágúst Kristjánsson GOB 78 högg
5. sæti - Kristján Þór Sveinsson GR 79 högg
Nándarverðlaun:
3. braut – Arnar Unnarsson GR 1,12 metrar
6. braut – Eyþór Ágúst Kristjánsson GOB 59 cm
9. braut – Helgi Róbert Þórisson GKG 4,09 metra
13. braut – Steingrímur Hjörtur Haraldsson GOB 4,96 metra
16. braut - Eyþór Ágúst Kristjánsson GOB 3,06 metra
Frekari upplýsingar um mótið má sjá hér.
Myndir/Kylfingur.is: Pétur Óskar Sigurðsson (efri mynd) lék best í Korpunni í dag.