Fréttir

PGA: Fyrsti sigur Thompson í sjö ár
Michael Thompson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 27. júlí 2020 kl. 09:07

PGA: Fyrsti sigur Thompson í sjö ár

Bandaríkjamaðurinn Michael Thompson tryggði sér í gær sinn fyrsta sigur í rúmlega sjö ár þegar að hann bar sigur úr býtum á 3M Open mótinu en mótið var hluti af PGA mótaröðinni.

Thompson var með forystu fyrir lokadaginn ásamt Richy Werenski. Á meðan Werenski gaf eftir lék Thompson nokkuð stöðugt golf og kom hann í hús á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann tapaði aðeins höggi á hringnum í gær en fékk fimm fugla á móti. Thompson endaði mótið á 19 höggum undir pari.

Adam Long endaði einn í öðru sæti á 17 höggum undir pari.

Þetta er annar sigur Thompson á PGA mótaröðinni en fyrsti sigur hans kom árið 2013 á Honda Classic mótinu.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.