Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

PGA: Kuchar í sérflokki á fyrsti hring Genesis Invitational
Matt Kuchar.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 14. febrúar 2020 kl. 08:42

PGA: Kuchar í sérflokki á fyrsti hring Genesis Invitational

Fyrsti hringur Genesis Invitational mótsins fór fram í gær. Það má segja að Matt Kuchar var í algjörum sérflokki á fyrsta hringnum en hann er hann með þriggja högga forystu eftir daginn.

Kuchar gerði engin mistök á hringnum. Hann fékk fjóra fugla á fyrsti níu holunum og á þeim síðari bætti hann við þremur. Nánar má lesa um hringinn hjá honum ásamt því að sjá brot af því besta frá hringnum hérna.

Örninn 2025
Örninn 2025

Næstu kylfingar eru á fjórum höggum undir pari en það eru þeir Kyoung-Hoon Lee, Russell Henley, Wyndham Clark, Adam Schenk og Harold Varner III.

Margir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda. Þar á meðal er efsti maður heimslistans. Hann lék vel í gær og er jafn í sjöunda sæti á þremur höggum undir pari. Tiger Woods lék á tveimur höggum undir pari og er hann jafn í 17. sæti. Jafn honum eru tveir fyrrum efstu menn heimslistans, Brooks Koepka og Justin Rose.

Stöðuna í mótinu má nálgast hérna.