Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

PGA: Kuchar í sérflokki á fyrsti hring Genesis Invitational
Matt Kuchar.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 14. febrúar 2020 kl. 08:42

PGA: Kuchar í sérflokki á fyrsti hring Genesis Invitational

Fyrsti hringur Genesis Invitational mótsins fór fram í gær. Það má segja að Matt Kuchar var í algjörum sérflokki á fyrsta hringnum en hann er hann með þriggja högga forystu eftir daginn.

Kuchar gerði engin mistök á hringnum. Hann fékk fjóra fugla á fyrsti níu holunum og á þeim síðari bætti hann við þremur. Nánar má lesa um hringinn hjá honum ásamt því að sjá brot af því besta frá hringnum hérna.

Næstu kylfingar eru á fjórum höggum undir pari en það eru þeir Kyoung-Hoon Lee, Russell Henley, Wyndham Clark, Adam Schenk og Harold Varner III.

Margir af bestu kylfingum heims eru á meðal keppenda. Þar á meðal er efsti maður heimslistans. Hann lék vel í gær og er jafn í sjöunda sæti á þremur höggum undir pari. Tiger Woods lék á tveimur höggum undir pari og er hann jafn í 17. sæti. Jafn honum eru tveir fyrrum efstu menn heimslistans, Brooks Koepka og Justin Rose.

Stöðuna í mótinu má nálgast hérna.